Valitor logo

Um okkur

Valitor auðveldar kaup og sölu á vöru og þjónustu

Valitor auðveldar kaup og sölu á vöru og þjónustu. Fyrirtækið fjarlægir flækjur í greiðslumiðlun með eigin tækni, lausnum og viðurkenndri þjónustu til þess að kaupmenn geti einbeitt sér að sínum viðskiptum. Valitor er alþjóðlegt greiðslulausnafyrirtæki og eitt fárra sem bjóða alhliða þjónustu sem spannar allt frá samþykki greiðslu, kortaútgáfu, greiðslugátt á vefnum og posaþjónustu við búðarborðið. Valitor var stofnað árið 1983 og höfuðstöðvar félagsins eru á Íslandi. Samhentur hópur yfir 200 starfsmanna á starfsstöðvum Valitor á Íslandi og í Bretlandi starfar nú undir heitinu Valitor síðan 1. janúar 2019.

Auk heimamarkaðar nær starfsemin til 28 Evrópulanda, með sterkri stöðu á mörkuðum í Bretlandi, Írlandi, Norðurlöndum og í samevrópskri (pan-European) smásöluverslun.

Færslukerfi Valitor tengist alþjóðlegum greiðslumiðlunarkerfum VISA, MasterCard og American Express og tengir þannig saman söluaðila, korthafa og banka um allan heim.