Um okkur

Valitor er framsækið þjónustufyrirtæki á sviði greiðslumiðlunar og greiðslulausna

 

Valitor er framsækið þjónustufyrirtæki á sviði greiðslumiðlunar og greiðslulausna. Valitor starfar á alþjóðlegum vettvangi í nánu samstarfi við fjártæknifyrirtæki (fintech) í fremstu röð. Meginhlutverk fyrirtækisins er að gera viðskipti einföld, fljótvirk og örugg.

Fyrirtækið er byggt á grunni starfsemi VISA Íslands sem stofnað var árið 1983 af fimm bönkum og þrettán sparisjóðum. Frá árinu 2007 hefur fyrirtækið verið rekið undir heitinu Valitor hf. Samhentur hópur um 400 starfsmanna á starfsstöðvum Valitor á Íslandi, Bretlandi og í Danmörku starfar nú undir heitinu One Valitor síðan 1. janúar 2019.

Færslukerfi Valitor tengist alþjóðlegum greiðslumiðlunarkerfum VISA og MasterCard og tengir þannig saman söluaðila, korthafa og banka um allan heim.

Starfsemi Valitor er skipt í þrjár afkomueiningar: Omni-Channels Solutions, SMB Solutions og Issuing Solutions. Stoðsviðin eru tvö: Fjármál og mannauður og Vöruþróun og rekstur.