Valitor logo

Störf í boði

Vilt þú vinna hjá alþjóðlegu þekkingarfyrirtæki?

Valitor er traust og alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki sem er stöðugt að skapa nýjar lausnir fyrir viðskiptavini sína. Allir einstaklingar, óháð kyni, þjóðerni eða aldri, hafa jafnan möguleika á að starfa hjá Valitor.

Almenn umsókn

Hægt er að leggja inn almenna umsókn með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Almenn umsókn

*Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar ráðið hefur verið í starfið. Öðrum umsóknum er svarað eftir bestu getu.

Starfsmaður í mötuneyti

Valitor óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneyti fyrirtækisins að Dalshrauni í Hafnarfirði.

Valitor er lifandi og skemmtilegt fyrirtæki sem leitar að kraftmiklum einstaklingi sem elskar matreiðslu.

Við bjóðum upp á gott starfsumhverfi og enn betra samstarfsfólk.

Um er að ræða fullt starf frá kl. 7:00 – 14:00.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

  • Dagleg umsjón með kaffivélum og veitingum á kaffitorgum
  • Frágangur og uppvask
  • Umsjón með veitingum fyrir fundi
  • Aðstoða matreiðslumenn

Hæfniskröfur:

  • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi er kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Skipulagshæfni og metnaður
  • Færni í samskiptum og þjónustulund
  • Stundvísi og reglusemi
  • Íslenskukunnátta er skilyrði

Umsóknum þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

 

Umsóknarfrestur er til og með 6. ágúst 2019.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Karl Emil Pálmason, yfirmatreiðslumaður, sími 525-2000.

 

Sækja um starf