Valitor logo

Stjórn

Guðmundur Þorbjörnsson

Formaður

Guðmundur kemur inn í stjórn Valitor árið 2010 og hefur verið stjórnarformaður síðan í mars 2013.

Guðmundur er starfar sem framkvæmdastjóri EFLU frá árinu 2005. EFLA verkfræðistofa er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina.  Á árunum 1993-2004 gegndi Guðmundur ýmsum stjórnendastöðum hjá Eimskip á Íslandi. Áður starfaði Guðmundur sem ráðgjafi hjá Línuhönnun hf. og Minikus, Witta und Partner í Sviss.

Guðmundur er með B.Sc. gráðu í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands (1981) og M.Sc. gráðu í verkfræði frá University og Washington, Seattle USA (1983). Guðmundur er einnig með MBA gráðu frá University of Toronto Rotman Business School in Toronto Canada (1993).

Synnöve Trygg

Varaformaður

Synnöve kemur inn í stjórn Valitor árið 2015.

Synnöve gengdi starfi forstjóra SEB Kort á árunum 1993 til 2013. SEB Kort náði miklu vexti og nái yfir öll Norðurlöndin. Synnöve hefur verið stjórnarmaður í MasterCard Europe og Trygg Hansa Försäkringsaktiebolag og starfaði í Diners Club International Global Advisory Board. Hún er  í stjórn Intrum Justitia AB, Nordex Bank AB, Landshypotek Bank AB, Volvo Finans Bank AB og Wrapp AB í Svíþjóð.

Synnöve er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá University of Stockholm.

Roger Alexander

Stjórnarmaður

Roger kemur inn í stjórn Valitor árið 2015.

Roger var forstjóri Elavon Merchant Services sem er einn stærsti færsluhirðir í Evrópu og fyrrverandi forstjóri S2 Card Services Limited (áður Switch) sem er eitt stærsta kortafyrirtæki Bretlands. Roger er meðeigandi í bandaríska ráðgjafafyrirtækinu Edgar, Dunn & Company sem sérhæfir sig í ráðgjöf fyrir greiðslumiðlunarfyrirtæki. Roger hóf feril sinn hjá Barclays bankanum og starfaði þar í um 31 ár, síðast sem yfirmaður Barclaycard og sem framkvæmdastjóri Barclays Bank Emerging Markets Group. Síðastliðin 15 ár hefur hann setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og stofnana beggja vegna Atlantshafsins og má þar telja fyrirtæki sem eru undir regluverki breska fjármálaráðuneytisins auk annarra stofnanna víðs vegar um Evrópu.

Roger er með háskólagráðu frá London University og frá Cranfield School of Management.

Stefán Pétursson

Stjórnarmaður

Stefán hefur setið í stjórn Valitor frá árinu 2016.

Stefán starfar sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Arion banka síðan í ágúst 2010. Frá árinu 1995 starfaði Stefán sem deildarstjóri fjármáladeildar hjá Landsvirkjun en tekur síðar við starfi framkvæmdastjóri fjármálasviðs 2002. Á árunum 1986 til 1989 var Stefán skrifstofustjóri hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Stefán hefur gegnt stjórnunarstörfum undanfarin ár og situr stjórn Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta fyrir hönd SFF.

Stefán útskrifaðist  með cand.oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1986 og með MBA-gráðu frá Babson College, Boston í Bandaríkjunum árið 1991.

Jónína S. Lárusdóttir

Stjórnarmaður

Jónína hefur setið í stjórn Valitor frá árinu 2014.

Jónína var áður ráðuneytisstjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu frá 2007 til 2010 áður en hún tekur við starfi framkvæmdastjóra lögfræðisviðs hjá Arion banka. Á árunum 2004 til 2007 var hún skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Jónína starfaði  í viðskiptaráðuneytinu sem deildarsérfræðingur á skrifstofu fjármagnsmarkaðar frá 2000 – 2004. Á árunum 1996 til 2000 starfaði hún sem lögmaður hjá A&P lögmönnum en einnig hefur Jónína starfað sem stundakennari í mörgum háskólum meðal annars hjá lagadeild Háskóla Íslands. Jónína hefur setið í og stýrt fjölmörgum nefndum, m.a. á vegum forsætisráðuneytisins en einnig var hún formaður Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á árunum 2003 og 2004.

Jónína lauk meistaraprófi frá London School of Economics and Political Science árið 2010. Hún brautskráðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1996 og fékk málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi ári síðar.