Valitor logo

Stjórn

Synnöve Trygg

Varaformaður

Synnöve kemur inn í stjórn Valitor árið 2015.

Synnöve gengdi starfi forstjóra SEB Kort á árunum 1993 til 2013. SEB Kort náði miklu vexti og nái yfir öll Norðurlöndin. Synnöve hefur verið stjórnarmaður í MasterCard Europe og Trygg Hansa Försäkringsaktiebolag og starfaði í Diners Club International Global Advisory Board. Hún er  í stjórn Intrum Justitia AB, Nordex Bank AB, Landshypotek Bank AB, Volvo Finans Bank AB og Wrapp AB í Svíþjóð.

Synnöve er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá University of Stockholm.

Roger Alexander

Stjórnarmaður

Roger kemur inn í stjórn Valitor árið 2015.

Roger var forstjóri Elavon Merchant Services sem er einn stærsti færsluhirðir í Evrópu og fyrrverandi forstjóri S2 Card Services Limited (áður Switch) sem er eitt stærsta kortafyrirtæki Bretlands. Roger er meðeigandi í bandaríska ráðgjafafyrirtækinu Edgar, Dunn & Company sem sérhæfir sig í ráðgjöf fyrir greiðslumiðlunarfyrirtæki. Roger hóf feril sinn hjá Barclays bankanum og starfaði þar í um 31 ár, síðast sem yfirmaður Barclaycard og sem framkvæmdastjóri Barclays Bank Emerging Markets Group. Síðastliðin 15 ár hefur hann setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og stofnana beggja vegna Atlantshafsins og má þar telja fyrirtæki sem eru undir regluverki breska fjármálaráðuneytisins auk annarra stofnanna víðs vegar um Evrópu.

Roger er með háskólagráðu frá London University og frá Cranfield School of Management.