Valitor logo

Framkvæmdastjórn

Viðar Þorkelsson

Forstjóri Valitor

Viðar tók við starfi forstjóra Valitor sumarið 2010 en áður hafði hann gegnt forstjórastöðu fasteignafélagsins Reita. Hann hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu, jafnt úr fjármálageiranum sem rekstrarfélögum. Hann var um árabil svæðisstjóri og útibússtjóri Landsbanka Íslands og hefur gegnt stjórnunarstöðum hjá rekstrarfélögunum Vodafone og 365.

Viðar lauk prófi í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands og M.B.A. gráðu frá Peter F. Drucker Management Center í Bandaríkjunum árið 1993.

Birkir Jóhannsson

Fjármál og mannauður

Birkir gekk til liðs við Valitor sem framkvæmdastjóri Fjármála og mannauðs í  mars 2015. Áður starfaði hann í fyrirtækjaráðgjöf á fjárfestingarbankasviði Arion banka árin 2010-2015.  Þar áður starfaði Birkir hjá Lögmönnum Höfðabakka og Landsbanka Íslands.

Birkir er með MCF gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík auk þess er hann lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Birkir hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og hefur réttindi sem  héraðsdómslögmaður.

Halldór Bjarkar Lúðvígsson

Valitor Omni-Channel Solutions & SMB Solutions

Halldór tók við stöðu framkvæmdastjóra Valitor Omni-Channel Solutions í nóvember 2018 en tók síðar við stöðu framkvæmdastjóra SMB Solutions í júní 2019. Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Valitor Direct Channel síðan í september 2016. Hann var framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion banka frá árinu 2011. Á árunum 2010 til 2011 var Halldór framkvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu Arion banka. Halldór hefur gegnt ýmsum stjórnunarstöðum, lengst sem forstjóri Maritech A/S. Hann hefur jafnframt setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja hér á landi og erlendis.

Halldór útskrifaðist með BS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og sem vélaverkfræðingur frá sama skóla árið 1991. Halldór er jafnframt með próf í verðbréfaviðskiptum.

Sigurhans Vignir

Valitor Issuing Solutions

Sigurhans hóf störf hjá Valitor árið 1990 og hefur sinnt margvíslegum störfum innan fyrirtækisins.  Hann tók við núverandi starfi í september 2019 en áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs frá 2007 og framkvæmdastjóri Kortaútgáfusviðs frá 2017.

Sigurhans lauk BSc prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006 og prófi í markaðs- og útflutningsfræði frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands árið 2001.

Sigurður Ingvar Ámundason

Vöruþróun og rekstur

Sigurður hóf störf hjá Valitor árið 2007 sem tölvunarfræðingur við þróun á viðskiptalausnum Valitor en tók við sem framkvæmdastjóri Vöruþróunar og nýsköpunar í ársbyrjun 2013. Áður starfaði hann sem tölvunarfræðingur hjá Maritech.

Sigurður lauk B.Sc. prófi í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006.

Hálfdán Karlsson

Stefnumótun

Hálfdan hefur yfir 30 ára reynslu úr upplýsingatæknigeiranum á Íslandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Hann hefur m.a. starfað fyrir alþjóða fyrirtæki á borð við Digital Equipment Corporation og Coda Group plc. Hálfdan hefur unnið með Valitor frá árinu 2006 við að útvíkka starfsemi fyrirtækisins á alþjóðavísu og hefur hann stýrt stefnumótun félagsins frá 2012. Auk þess situr Hálfdan í stjórnum hugbúnaðarfyrirtækisins GoPro ehf. og Frumtaki fjárfestingasjóði.

Hálfdan hefur gráðu í viðskiptafræði frá Lewis & Clark College, Portland Oregon, og MBA í alþjóðaviðskiptum frá University of Oregon, Eugene Oregon.

Dr. Christine Bailey

Markaðssvið

Dr. Christine Bailey var ráðin sem markaðsstjóri Valitor árið 2017, en hún hefur yfir 25 ára reynslu á sviði markaðssetningar milli fyrirtækja í tæknigeiranum.  Christine hefur náð góðum árangri í markaðsstarfi í Evrópu fyrir stórfyrirtæki eins og Hewlett-Packard og Cisco Systems, auk þess að koma að markaðssetningu smærri fyrirtækja.

Christine er virtur frumkvöðull og fyrirlesari, líklega þekktust fyrir TEDx-spjallið sitt „Unconventional Career Advice“ og bloggpistla fyrir Forbes Woman. Hjá Cisco Systems var hún einnig meðstjórnandi Connected Women á heimsvísu og fyrir EMEAR-löndin.

Christine er með BS.c gráðu í þýsku og viðskiptum frá Warwick University og doktorsgráðu (DBA) í Neytendahegðun frá Cranfield School of Management í Bretlandi.

Robert Gray

Áhættustýring

Rob hóf störf hjá Valitor árið 2013 og leiðir hann áhættustýringu og eftirlit með viðskiptavinum, s.s. lánsáhættu, rekstraráhættu og svikamálum. Rob býr yfir mikilli reynslu af áhættustýringu í fjármálaþjónustu með áherslu á greiðsluþjónustu, en áður en hann gekk til liðs við Valitor starfaði Rob sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Worldpay, Royal Bank of Scotland og National Westminster Bank.