Valitor logo

Samfélagssjóður Valitor

Samfélagssjóður Valitor hefur starfað óslitið frá árinu 1992. Þegar sjóðurinn var stofnaður bar hann nafnið Menningarsjóður Visa. Við vorúthlutun sjóðsins í maí 2011 var nafni hans breytt í Samfélagssjóð Valitor til samræmis við nafn félagsins og til að endurspegla tilgang hans. Hlutverk sjóðsins er að styðja margvísleg menningar-, mannúðar- og samfélagsmál.

Umsóknum skal fylgja greinargóð lýsing á markmiði eða viðfangsefni. Prófskírteini, umsagnir eða önnur gögn eru frábeðin. Umsóknarfrestur fyrir næstu úthlutun, sem verður 2021, er til og með 1. apríl 2021.

Póstfang sjóðsins er:

Samfélagssjóður Valitor
Dalshraun 3
220 Hafnarfjörður

Hægt er að senda umsóknir rafrænt á netfangið samfelagssjodur@valitor.is

Úthlutanir sjóðsins frá upphafi