Valitor logo

Grænt Valitor

Það er stefna Valitor að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum

Markmiðið umhverfisstefnu Valitor er að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af starfsemi félagsins með sjálfbærni að leiðarljósi. Stór þáttur snýst um að leggja sitt af mörkum í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Valitor hefur skrifað undir loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar og hefur Valitor í kjölfarið sett sér markmið í þeim efnum. Neikvæð umhverfisáhrif vegna starfsemi félagsins verður lágmörkuð með því að draga úr kolefnislosun og orkunotkun félagsins. Félagið hyggst kolefnisjafna allar samgöngur á vegum félagsins og hefur skipt út bílaflota félagsins í rafræna eða tvinnbíla. Stefnt er að því að starfsemi félagsins verði kolefnishlutlaus fyrir árslok 2020 og að dregið verði úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda um 10% á ári.

Til að ná þeim markmiðum sem Valitor hefur sett sér þá hefur fyrirtæki innleitt samgöngustyrki til starfsmanna sinna þar sem þeir eru hvattir til að nýta umhverfisvænni kosti í samgöngum til og frá vinnu. Valitor hyggst innleiða vistvæn innkaup og styðjast við umhverfissjónarmið í viðskiptum við birgja og þjónustuaðila en einnig mun fræðsla til starfsmanna um umhverfismál verða aukin og þeir hvattir til að tileinka sér umhverfisvænan lífsstíl.

Félagið vill hafa jákvæð áhrif á samfélagið og hagsmunaaðila en hægt að lesa sig til um markmiðValitor til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Valitor gekk til samstarfs við Klappir Grænar Lausnir hf. á árinu 2017 og er að setja upp hugbúnaðarlausn þeirra til að ná utan um umhverfismál eigin rekstrar og kortleggja eigin vistspor sem leiðir til miðlunar á niðurstöðum til starfsmanna, viðskiptavina, stjórnvalda og neytenda