Valitor logo

Samfélagsleg ábyrgð

Valitor gerir sér grein fyrir því að fyrirtæki hafa ekki aðeins hagfræðileg áhrif á nærumhverfi sitt heldur einnig mikil umhverfis- og félagsleg áhrif. Valitor hefur því ætíð haft samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi bæði í innri og ytri athöfnum og gjörðum sínum jafnt í samskiptum fyrirtækisins við viðskiptavini, starfsmenn, þjónustuaðila og samfélagið í heild. Valitor er ábyrgur þegn í íslensku samfélagi og leitast við að taka þátt í uppbyggingu þess. Samfélagsleg ábyrgð Valitor liggur ekki síst í því að félagið ræki hlutverk sitt af kostgæfni, tryggi viðskiptavinum gæða þjónustu, hugi að umhverfisvernd og skapi starfsmönnum góð starfsskilyrði.

Í gegnum Samfélagssjóð Valitor sem félagið stofnaði árið 1992 styrkir Valitor einnig mikilvæg málefni sem bæta mannlíf samfélagsins og efla það. Sjóðurinn veitir árlega veglega styrki til líknar- og menningarfélaga, ungra listamanna og ýmissa þjóðþrifaverka. Einnig tekur félagið þátt í fjölda samstarfsverkefna við íþrótta- og útivistarfélög.