Valitor logo

Öryggi í netviðskiptum

3D Secure er staðfestingaraðferð frá VISA og MasterCard til að auka öryggi í netviðskiptum fyrir söluaðila og korthafa. Með því að taka upp 3D Secure geta söluaðilar dregið verulega úr áhættu á því að stolin kort séu notuð hjá þeim í netviðskiptum því korthafi þarf að staðfesta kaup með lykilorði. Söluaðilar sem taka við greiðslum á kortum sem ekki eru staðfestar með 3D Secure eru ábyrg fyrir slíkum færslum ef deilt verður um réttmæti færslu. Valitor hvetur söluaðila til að kynna sér kosti 3D Secure.