Frétt

26.11.2018|

Heimsþing kvenleiðtoga hefst í dag

 

Heimsþing kvenleiðtoga, Women Leaders Global Forum hefst í dag 26. nóvember og stendur til 27. nóvember. Heimsþingið er haldið í samstarfi við Alþingi og ríkisstjórn Íslands en Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari heimsþingsins.

Búist er við að um 550 kvenleiðtogar í stjórnmálum og viðskiptum  frá um 80 löndum  sæki þingið.  Yfirskrift þingsins er “We Can Do It!” sem vísar til þess árangurs sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum.  Á ráðstefnunni verða fjölbreytt málefni rædd, eins og jafnréttismál, breytingarstjórnun og framtíðarhugleiðingar. 

Samfélagssjóður Valitor er einn af bakhjörlum heimsþingsins næstu fjörur árin, en þingið verður haldið í nóvember árin 2018-2021. Fulltrúar Valitor á ráðstefnunni verða Viðar Þorkelsson, forstjóri og Dr. Christine Bailey CMO.

Allar frekari upplýsingar um dagskrá, hliðarviðburði og skipulag má finna á vefsíðu heimsþingsins.

 

 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.