Frétt

03.10.2018|

Valitor varar við mögulegum svikamyllum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sviksamlegar falsfréttir hafa gengið á helstu samfélagsmiðlum, sérstaklega Facebook undanfarna daga. Þar segja þekktir Íslendingar frá því hvernig þeir komust úr gjaldþroti yfir í að verða milljarðamæringar. Í framhaldinu eru lesendur hvattir til þess að leggja fé inn á ákveðna fjárfestingu með kreditkortum sínum. Því miður eru alltaf einhverjir sem falla fyrir svikapóstunum og falsfréttum og eiga þeir sem gefa upp kortaupplýsingar ásamt öryggisnúmeri, sem þeir fá sent sem sms í símann sinn, á hættu að tapa peningunum þar sem enginn bakfærsluréttur er á slíkum færslum.

Fólki er eindregið ráðlagt að falla ekki fyrir þeim gylliboðum sem sem felast í þessum falsfréttum.

Ef að einhver fjárfestingaleið hljómar of góð til að vera sönn er hún það sennilega ekki.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu og einnig hefur Viðskiptablaðið fjallað um málið. 

 

 

 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.