Frétt

18.05.2018|

Truflanir á heimildagjöf á færslum í gegnum erlendar greiðsluþjónustur

Valitor hefur þurft að herða á öryggistillingum í heimildakerfi félagsins til bregðast við villum sem hafa verið að koma fyrir í netviðskiptum frá nokkrum erlendum þjónustuaðilum svo sem PayPal og Google. 

Þessar villur stafa af því að færslur eru að berast til Valitor á röngu formi og því er þeim hafnað, þrátt fyrir að heimildir séu á kortum. Unnið er að því í samstarfi við Visa International að kippa þessu í liðinn hið fyrsta. Korthafar sem lenda í synjun, sem þeir telja að eigi ekki rétt á sér, eru hvattir til að hafa samband við þjónustuver Valitor í síma 525 2000.

 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.