Frétt

18.05.2018|

Laus störf hjá Valitor

Lögfræðingar

Valitor óskar eftir að ráða lögfræðinga.

Leitað er að umsækjendum í fleiri en eitt starf, þar sem endanlegur starfstitill og staða mun ráðast af annars vegar hæfileikum og metnaði umsækjanda og hinsvegar í samræmi við þarfir Valitor þegar að ráðningu kemur.

Við leitum fyrst og fremst að öflugum umsækjanda í samningateymið okkar, með marktæka reynslu af samninga- og skjalagerð á ensku, en erum jafnframt opin fyrir umsóknum um starf sem felur í sér ýmsa þjónustu innan samstæðu Valitor en í því starfi felst meðal annars, ráðgjöf, skjalagerð, ritun fundargerða og verkefnastjórn. 

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 24. maí 2018.

Umsókn og nánari upplýsingar

 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.