Frétt

02.03.2018|

Laus störf

Starfsþróunarstjóri er ábyrgur fyrir gerð og framkvæmd starfsþróunaráætlunar og þjálfun starfsmanna Valitor.

Ábyrgðarsvið:

 • Þróa og skipuleggja náms- og kennsluefni
 • Starfs- og stjórnendaþróun
 • Umsjón með nýliðafræðslu
 • Umsjón með starfsmannasamtölum og gerð starfslýsinga  

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun, sem nýtist í starfi
 • A.m.k. 5 ára reynsla af mannauðstengdu starfi eða ráðgjöf
 • Reynsla af símenntun og notkun námsaðferða sem mæta nútímakröfum
 • Alþjóðleg reynsla við ofangreint ábyrgðarsvið er æskilegt
 • Framúrskarandi færni í íslensku og ensku

Umsóknarfrestur er til 17. mars. Nánari upplýsingar.

-------------------------------------------------------------

Sumarstarf rekstrarfulltrúa

Við leitum að þjónustulunduðum einstaklingi með góða samskiptahæfileika sem getur unnið undir álagi.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Umsjón með rekstrarmálum fasteigna
 •  Innkaup og geymsla á rekstrarvörum
 • Akstur í þágu fyrirtækisins

 Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Stúdentspróf
 • Mikil þjónustulipurð og samskiptafærni
 • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
 • Bílpróf

Umsóknum þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 15. mars nk. Nánari upplýsingar.

Til baka