Frétt

22.02.2018|

Ekki tvítekin fjárhagsfærsla

Valitor vill koma því á framfæri að mistök urðu við vinnslu á hluta af MasterCard kreditkortafærslum á tímabilinu 17. – 19. febrúar 2018. Mistökin leiddu til þess að korthafar sjá eina fjárhagslega færslu og eina heimildafærslu á kortayfirliti, sem lækkar tímabundið þá fjárhæð sem korthafar hafa til ráðstöfunar. Einungis var skuldfært einu sinni af reikningi korthafa.
Unnið er að afturköllun heimilda en við bendum korthöfum á að þeir geta einnig haft samband við sinn kortaútgefanda og óskað eftir því að viðkomandi heimild verði felld niður.
 
Valitor biður hlutaðeigandi velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.
Til baka

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.