Frétt

29.11.2017|

Laust starf hjá Valitor

Valitor hf. óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf End-to-End Product Manager á sviði Rekstrar og vöruþróunar.
 
Starfs- og ábyrgðarsvið

 • Kortlagning á þörfum núverandi og mögulegra viðskiptavina og skilgreining á leiðum til að mæta þeim.
 • Ábyrgð á stefnu og framtíðarsýn fyrir hluta af vöruframboði Valitor
 • Aðaltengiliður rekstrar og vöruþróunar gagnvart viðeigandi tekjueiningum Valitor
 • Stuðningur við sölu- og markaðsstarf tekjueininga Valitor
 • Ber ábyrgð á skjölun fyrir hluta af vöruframboði Valitor
 • Vinnur með vörustjórum þróunarteyma (Product Owners) og þriðju aðilum að samhæfingu áherslna, forgangsröðun og eftirfylgni á endurbótum varðandi virkni og gæði viðkomandi lausna
 • Kynnir sér nýjungar og þróun á sviði greiðslumiðlunar 

 Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Sterkur tæknilegur bakgrunnur
 • Greiningarhæfni og lausnamiðað viðhorf gangvart flóknum úrlausnarefnum
 • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi
 • Lipurð í mannlegum samskiptum
 • Gott vald á ensku í ræðu og riti

 
Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.
 
Umsóknarfrestur er til og með 6. desember 2017.
 
Nánari upplýsingar veitir Reynir Bjarni Egilsson deildarstjóri vörustýringar hjá Rekstri og vöruþróun í síma 525 2000

 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.