Frétt

24.11.2017|

Laust starf hjá Valitor

Sérfræðingur á fjármálasviði

Valitor hf. óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf sérfræðings á fjármálasviði.
 
Starfið tilheyrir deildinni Commercials og felur í sér tölulegar greiningar og skýrslugerð. 
 
Fyrirliggjandi eru fjölbreytt og krefjandi verkefni.
 
Starfs- og ábyrgðarsvið:
Ítarleg greining og skýrslugjöf á kostnaðarliðum kortasamtaka
Úthlutun kostnaðar á rekstrareiningar
Útreikningar og undirbúningur á útskuldun á ákveðnum gjöldum samkvæmt samningum fyrirtækisins við viðskiptavini
Þátttaka í umbótaverkefnum hjá deildinni/sviðinu
Önnur verkefni í samráði við deildarstjóra
 
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði eða sambærilegt
Framhaldsmenntun á sviði fjármála eða sambærilegt er kostur
Reynsla af greiningum og skýrslugerð
Góð Excel kunnátta
Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi
Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
Gott vald á ensku í ræðu og riti
 
Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.
 
Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2017.
 
Nánari upplýsingar veitir Kári Jóhannsson deildarstjóri Commercials hjá Valitor í síma: 525 2000
Til baka

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.