Frétt

08.09.2017|

Laus störf hjá Valitor

Valitor leitar að framúrskarandi tæknifólki

Valitor er framsækið þjónustufyrirtæki á sviði greiðslumiðlunar og greiðslulausna. Valitor starfar á alþjóðlegum vettvangi í nánu samstarfi við fjártæknifyrirtæki (fintech) í fremstu röð. Um 350 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á starfsstöðvum þess á Íslandi, Danmörku og Bretlandi.

Valitor er í örum vexti og í miklu umbreytingarferli og meðal verkefna má nefna uppsetningu á þjónustum í tveimur erlendum gagnaverum ásamt því að færa þjónustur út í ský (cloud services) þar sem það á við. Valitor vinnur náið með stórum tæknifyrirtækjum eins og Microsoft WE Consulting Services, IBM, BMC og fleirum. 

Hjá okkur starfar framúrskarandi tæknifólk sem er í fremstu röð í sínu fagi og nú leitum við eftir fleirum í þann hóp til þess að taka þátt í þessu skemmtilega ferðalagi með okkur.

Gagnagrunnssérfræðingur

Leitað er að reynslumiklum gagnagrunnssérfræðingi með reynslu af rekstri einhverra eftirfarandi gagnagrunna:

 • MS-SQL
 • DB2
 • Postgres
 • Cassandra
 • Elastic Search

Það er einnig kostur ef viðkomandi hefur reynslu af Linux og IBM Mainframe umhverfi.

Netstjóri

 Leitað er að reynslumiklum netstjóra með þekkingu og reynslu í:

 • Umsjón með netbúnaði og nethönnun stærri umhverfa
 • Umsjón með netöryggiskerfi og innbrotavörnum
 • Umsjón með gagnaöryggi og dulkóðun
 • Vöktun og upplýsingarýni

Kerfisstjóri

 Leitað er að kerfisstjóra með reynslu af:

 • Microsoft og Linux
 • Exchange (O365)
 • Active directory (Valitor notar einnig Azure AD Premium)
 • Uppsetning netþjóna (server-a)
 • VmWare

 Það er einnig kostur ef viðkomandi hefur reynslu af Microsoft Architecture, Trend Micro og Data Storage

 Fyrir þessi störf gildir jafnframt að þú þarft að búa yfir:

 • Reynslu af hönnun, innleiðingu og samþættingu kerfa
 • Reynslu af rekstri kerfa með háar uppitímakröfur
 • Menntun og reynslu sem nýtist í starfi
 • Þekkingu og getu til að leysa tæknilega krefjandi verkefni
 • Skipulögðum og öguðum vinnubrögðum
 • Frumkvæði og sjálfstæðum vinnubrögðum
 •  Hæfni í mannlegum samskiptum

Umsóknir óskast fylltar út hér.

Umsóknum þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 18.september 2017.

Nánari upplýsingar um störfin veita Sigurður Svavarsson og Gunnar Karl Níelsson í síma 525 2000.

 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.