Valitor logo

Leitarniðurstöður fyrir:

Hagnaður af rekstri Valitor árið 2021

Heildarafkoma Valitor nam um 353 milljónum króna á árinu 2021, samanborið við heildartap upp á um einn milljarð króna árið áður. Viðsnúningurinn á milli ára er því um 1,4 milljarðar króna. Þessi niðurstaða er í samræmi við væntingar stjórnenda og er þetta í fyrsta sinn frá árinu 2017 sem Valitor skilar hagnaði á ársgrundvelli. Unnið […]

Aðgreining gjalda

Neðangreind reiknivél veitir yfirlit yfir aðgreiningu á gjöldum vegna þóknunar við færsluhirðingu. Gjöldin eru breytilegt eftir tegund færslu og er því yfirlit yfir gjöld vegna posa- og netviðskipta með og án 3D secure. Heildarþóknun vegna færsluhirðingar er samsett þannig að þjónustuþóknun Valitor er bætt við kostnaðarverð hverrar kortategundar fyrir sig. Þóknunin tekur því ávallt mið […]

Svikapóstar í nafni Valitor

Fólki er eindregið ráðlagt að opna ekki póstana, smella ekki á hlekkinn sem fylgir með og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp kortaupplýsingar. Best er að eyða póstinum strax. Hafi fólk brugðist við slíkum póstum er brýnt að hafa samband við þjónustuver Valitor. Valitor biður aldrei um kortaupplýsingar í tölvupósti! Vert er að taka fram að Valitor hefur ekki orðið fyrir […]

Truflanir á greiðsluþjónustu vegna netárásar

UPPFÆRT Virkni greiðslukerfa varð eðlileg um kl 19.30 en truflana hafði gætt síðdegis í dag vegna umfangsmikillar netárásar sem Valitor og fleiri aðilar í greiðslumiðlun innanlands urðu fyrir fyrr dag. Allur búnaður Valitor er vaktaður og félagið bregst fljótt við öllum atvikum sem kunna að koma upp. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem truflanir […]

Tilkynning um breytingu á viðskiptaskilmálum söluaðila

Valitor hf., kt. 500683-0589 („Valitor“) tilkynnir um breytingu á almennum viðskiptaskilmálum söluaðila. Nýju skilmálarnir taka gildi 8. desember 2021 og falla þá eldri skilmálar úr gildi. Viðskiptaskilmálar Valitor voru teknir til gagngerrar endurskoðunar með það að markmiði að gera skilmálana aðgengilegri og gagnsærri fyrir söluaðila og skýra frekar réttindi og skyldur aðila. Þá var leitast […]

Aukaposi fyrir jólaverslunina?

Aukaposi yfir mesta annatímann getur flýtt mikið fyrir í jólaösinni. Hjá Valitor er hægt að leigja aukaposa tímabundið og ennfremur tengja trausta greiðslusíðu við vefsíðuna þína svo vefverslunin gangi smurt og örugglega. Nánari upplýsingar og umsóknir: Allar upplýsingar um posa Allar upplýsingar um veflausnir Panta posa eða aukaposa

Starfsfólk Valitor tekst á við stóra heilsuáskorun

Starfsfólk Valitor tekur nú þátt í umfangsmikilli heilsuáskorun. Hún hófst með fyrirlestri í byrjun október þar sem Lukka Pálsdóttir og Már Þórarinsson frá Greenfit fóru yfir mikilvægi þess að einstaklingar taki ábyrgð á eigin heilsu og næringu og minnki þannig líkur á heilsufarslegum vandamálum síðar meir. Í framhaldi af því hófst 60 daga áskorun þar […]

Við skiptum um þjónustuaðila sem tengist netviðskiptum

Miðvikudaginn 10. nóvember, 2021, mun Valitor skipta um þjónustuaðila sem sér um auðkenningu korthafa í netviðskiptum. Gert er ráð fyrir að uppfærslu verði lokið um kl. 19. Vefsíðan sem korthöfum er vísað á þegar auðkenningar er krafist í netviðskiptum mun breytast samhliða þessu og líta svona út: Korthafar eiga ekki að verða varir við neina […]