Valitor logo

Boðgreiðslur

Boðgreiðslur henta vel fyrir söluaðila til að innheimta með rafrænum hætti reglubundnar greiðslur eins og fasteignagjöld, áskriftir, tryggingar og símreikninga. Boðgreiðslur bjóða upp á fleiri möguleika í innheimtu og úrvinnslu, tímasparnað og meiri sjálfvirkni.

Söluaðili getur valið um tvær leiðir til innheimtu:

  • Hlaða inn boðgreiðsluskrá á Þjónustuvef í öruggu umhverfi Valitor.
  • Boðgreiðsluskrá er send sjálfvirkt úr kerfi söluaðila – þessi lausn krefst forritunar.

Skrárnar eru heimildarleitaðar af Valitor daglega og þær færslur sem ekki fæst heimild fyrir eru endursendar söluaðila eða staða þeirra er aðgengileg á þjónustuvef.