Kvörtun

Meðhöndlun kvartana

Valitor hefur skuldbundið sig til að veita viðskiptavinum sínum hágæða þjónustu. Valitor hefur í samræmi við reglur nr. 1001/2018 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, greiðslustofnana og rafeyrisfyrirtækja  sett sér verklagsreglur í þeim tilgangi að tryggja að kvartanir og önnur sambærileg erindi fái skjóta, skilvirka og sanngjarna afgreiðslu. Móttaka allra kvartana er staðfest og upplýsingar veittar um meðhöndlun þeirra.

Öllum kvörtunum skal svarað skriflega, eða með sambærilegum hætti, innan fjögurra vikna. Takist ekki að svara kvörtun innan tímamarka skal sá er kom kvörtun á framfæri upplýstur um töfina, ástæður hennar og hvenær svars sé að vænta.

Valitor mun leitast við að tryggja að allra upplýsinga og gagna sé aflað og þau metin á hlutlægan hátt.

Ef þú vilt koma á framfæri formlegri kvörtun eða ábendingu skaltu fylgja leiðbeiningunum hér fyrir neðan. Vinsamlega reyndu að lýsa málsatvikum eftir bestu getu og láttu öll gögn sem tengjast kvörtuninni fylgja.

Fyrsta skref

Í gegnum vefsíðu okkar

Smelltu á tengilinn Úrlausn mála neðst á heimasíðu okkar www.valitor.is og sendu okkur kvörtun með rafrænum hætti.

Skriflega

Þú getur sent okkur bréf:

Valitor
Dalshrauni 3
220 Hafnarfjörður.

Í síma

Þú getur hringt í okkar í síma +354 525 2000

Í eigin persónu

Þú getur heimsótt okkur á Dalshrauni 3, 220 Hafnarfirði á opnunartíma. Upplýsingar um opnunartíma finnur þú á vefsíðu okkar www.valitor.is. Starfsmenn okkar munu ganga úr skugga um að kvörtun þín sé rannsökuð.

Valitor mun leitast við að tryggja að upplýsingar séu veittar viðskiptavini á skýran og skilmerkilegan máta og að afstaða Valitors sé rökstudd skriflega ef kvörtun viðskiptavinar er ekki að fullu tekin til greina og upplýsingar veittar um réttar­úrræði.

Annað skref

Ef ekki reynist unnt að leysa úr kvörtun hefur viðskiptavinur málskotsrétt til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, en nefndin er vistuð hjá Fjármálaeftirlitinu og fjallar um ágreining viðskiptamanna við lánastofnanir. Fjármálaeftirlitið tekur við málskotum viðskiptamanna og sér nefndinni fyrir fundaraðstöðu og annast almennt skrifstofuhald fyrir hana.

Þú getur haft samband við Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki með því að fylla út sérstakt málskotseyðublað og skila því eða senda í pósti. Sé viðskiptamaðurinn einstaklingur greiðir hann kr. 5.000 um leið og hann afhendir málskotið. Málskotsgjald þetta fær viðskiptamaður endurgreitt við afhendingu úrskurðar ef krafa hans er að hluta eða öllu leyti tekin til greina

 

Fjármálaeftirlitið FME
Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki
Katrínartún 2
105 Reykjavík
Sími: 520 3888
Tölvupóstur: urskfjarm@fme.is
www.fme.is/eftirlitsstarfsemi/urskurdarnefndir/

Stefna um meðhöndlun kvartana