Athugasemd vegna kortafærslu

POS

Ef færsla kemur á kort sem korthafi kannast ekki við eða hann telur ekki eiga rétt á sér á einn eða annan hátt er hægt að fylla út eyðublað athugasemd vegna kortafærslu og skrifið undir. Undirskrift korthafa er nauðsynleg ef endurkrafa er gerð vegna færslu. Þegar því er lokið er eyðublaðið skannað inn og sent á endurkrofur@valitor.is en einnig er hægt að fara í útgáfubanka og fylla eyðublaðið út hjá þjónustufulltrúa bankans. Öll gögn sem styðja endurkröfumál korthafa þurfa að fylgja eyðublaðinu.