Aðstoð og neyðarþjónusta

Glatað/stolið debet- eða kreditkort

Á opnunartíma bankanna hringir korthafi í sinn viðskiptabanka/sparisjóð og tilkynnir kortið glatað/stolið, en eftir lokunartíma bankans er hægt að hringja í þjónustuver Valitor í síma 525-2200. 

Neyðarþjónusta

Handhafa korta í útgáfuþjónustu hjá Valitor njóta þjónustu SOS, viðlaga og neyðarþjónustu. Slysa- og sjúkraþjónustan er hluti af ábyrgðarþætti ferðatrygginga korthafa. Tilkynna skal SOS svo fljótt sem verða má um alvarleg slys eða veikindi til að fá aðstoð.

Sími: +45 7010 5050.

Neyðarkort

Ef korthafi tapar korti sínu á ferðalagi er hægt að hringja í Valitor allan sólarhringinn og fá fullgilt kort sent með hraðflutningaþjónustu DHL. Pinn númerið fær korthafi uppgefið hjá Valitor þegar kortið er komið í hendur viðtakanda, gegn staðfestingu að um réttan korthafa sé að ræða. Gjald fyrir neyðarkort er skv. verðskrá Valitor hverju sinni.

Neyðarfé

Neyðarfé er afgreitt í gegnum Global Customer Assistance Service (GCAS) VISA í Baltimore sem er í samvinnu við afgreiðslustaði Western Union um allan heim. Valitor sér um milligöngu á afgreiðslu neyðarfjár. Gjald fyrir neyðarfé er skv. verðskrá Valitor hverju sinni

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.