Spurningar og svör

Ég varð fyrir tjóni á ferðalagi, hvert sný ég mér?  Svar við spurningunni er að finna hér.

Ég fæ synjun á kortið mitt sem ég á ekki von á, það er næg heimild að því er ég best veit, hvað geri ég?
Þeir korthafar sem fá höfnun á úttektir hvort sem er  í útlöndum eða hér á Íslandi, geta haft samband við þjónustuver Valitor allan sólarhringinn alla daga ársins í síma 525-2000.  Einnig er hægt að senda tölvupóst á valitor@valitor.is til þess að fá úrlausn sinna mála. 

Hvert á ég að snúa mér ef ég tel að villa sé í reikningi mínum?
Korthafa ber að snúa sér til viðskiptabanka/sparisjóðs síns og fylla út skriflega kvörtun varðandi viðkomandi færslu og best er að hann komi með öll gögn máli sínu til stuðnings, þ.e. sölunótur, kvittanir eða samninga.

Helstu úrskurðar- og réttarúrræði viðskiptavina
Komi upp ágreiningur milli viðskiptavinar og Valitor getur viðskiptavinur sent Valitor kvörtun. Kvörtun er hægt að bera fram með ýmsum hætti, s.s. með tölvupósti, bréfleiðis, með símtali eða á fundi.

Hvernig er gengisumreikningi háttað?
Erlendar færslur korthafa eru umreiknaðar beint úr kauplandsmynt yfir í íslenskar krónur á því gengi sem í gildi er hjá erlendu kortasamsteypunum þann dag sem færslan berst frá seljanda og er innheimt hjá Valitor að viðbættu álagi. Upplýsingar um gengi helstu gjaldmiðla í viðskiptum eru uppfærðar daglega.

Ég fékk tölvupóst frá VISA/MasterCard um að senda inn kortnúmer og pinn númer
Alls ekki svara þessu! Þessi tölvupóstur kemur ekki frá neinum aðila sem tengist VISA/MasterCard, þótt það geti litið svo út. Ekki láta blekkjast t.d. þótt orðið "visa" standi einhvers staðar í netfanginu. Einnig hefur orðið vart við lævísa tilraun á netinu til að blekkja einstaklinga til að gefa upp kortnúmer sitt, gildistíma og pinn númer á heimasíðu sem líkist heimasíðu VISA/MasterCard. Pinn númer á einungis að nota í hraðbönkum eða öðrum sjálfsafgreiðslubúnaði og er óheimilt að senda í tölvupósti eða láta öðrum í té.

Hvað er ég með háa heimild og hvernig get ég fengið hana hækkaða?
Upplýsingar um úttektarmörk korthafa er að finna á mánaðarlegri reikningsútskrift hans. Sé hún ekki við höndina getur korthafi haft samband við banka/sparisjóð sinn til þess að fá frekari upplýsingar og eins ef hann óskar eftir að fá heimild sína hækkaða.

Get ég fengið kort opnað á ný, sem ég tilkynnti glatað/stolið kort?
Ef korthafi, sem tilkynnir kreditkort sitt glatað, telur hugsanlegt að hann finni kortið aftur er hægt að loka kortinu tímabundið. Þá er honum gefið upp leyninúmer sem hann getur notað ef hann vill láta opna kortið aftur.

Hvað á ég að gera til að fá nýtt kort í staðinn fyrir glatað/stolið?
Korthafi á að snúa sér til viðskiptabanka/sparisjóðs síns innan 3ja daga frá því kort var tilkynnt glatað/stolið, staðfesta kortmissinn skriflega og óska í leiðinni eftir nýju korti.

Hvar get ég nálgast pinn númerið mitt? 
Allir bankar og sparisjóðir birta pinn númer í netbanka. Þeir sem ekki hafa aðgang að netbanka geta fengið pinn númerið endurútgefið hjá sínum viðskiptabanka/sparisjóði, ef mikið liggur við er hægt að koma í afgreiðslu Valitor, Dalshrauni 3 og fá númerið endurútgefið meðan beðið er. Gjald fyrir endurútgefið pinn númer er samkvæmt gjaldskrá hverju sinni. Einnig er hægt að fá pinn númerið sent heim gegn sama gjaldi. 

Fæ ég sama pinn númerið aftur?
Já, ef þú hefur ekki skipt um kortnúmer.

Er hægt að sækja um kort beint hjá ykkur?
Nei, öll kort eru gefin út af bönkum og sparisjóðum og útgáfan er háð samþykki þeirra.

 

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.