Korthafar

Kortaútgáfusvið annast vinnslu og útgáfu greiðslukorta fyrir banka og sparisjóði.

Markmið Kortaútgáfusviðs Valitor er að byggja upp þjónustu og þróunarstarf með innlendum og erlendum samstarfsaðilum og renna þannig styrkari stoðum undir kortaútgáfu, ásamt því að tryggja áframhaldandi sterka stöðu á íslenskum kortamarkaði.

Með öflugu samstarfi og stöðugri þróunarvinnu myndast ný tækifæri á vettvangi kortaútgáfu þar sem okkar samstarfsaðilar geta nýtt sér þá þekkingu sem Valitor býr yfir og myndað þannig öflug tengsl við sína viðskiptavini í gegnum kortaútgáfu.