Valitor logo
Kortalán | Valitor

Kortalán

Hagstæð leið til að dreifa greiðslum

Söluaðilar hjá Valitor geta boðið bæði VISA og MasterCard korthöfum greiðsludreifingu með Kortalánum þar sem Valitor er lánveitandi. Þjónustan er bæði í boði á sölustað og á vefsölu. Afgreiðsla Kortalána er hröð og einföld og afgreidd á Þjónustuvef Valitor eða í gegnum vefþjónustu. Kortalánin eru í boði með vöxtum og einnig án vaxta en þá ber söluaðili kostnað í formi affalla af höfuðstóli láns.

  • Greiðslur til söluaðila fara fram annan virkan dag eftir að sala fer fram
  • Greiðsluskipting fyrir vaxtalaus Kortalán 3-12 mánuðir
  • Greiðsluskipting fyrir Kortalán með vöxtum 4-36 mánuðir

Fjárhæð Kortalána miðast við úttektarheimild og viðskiptasögu lántaka en þó að hámarki:

  • Kr. 500.000.- fyrir korthafa yngri en 25 ára (lántökukostnaður meðtalinn)
  • Kr.1.000.000.- fyrir korthafa 25 ára og eldri (lántökukostnaður meðtalinn)

Lágmarksfjárhæðir Kortalána eru eftirfarandi:

  • Kr. 30.000.- fyrir vaxtalaus lán
  • Kr. 65.000.- fyrir Kortalán með vöxtum

Til að geta boðið Kortalán þarf söluaðili að vera með samstarfssamning við Valitor og aðgang að Þjónustuvef. Við höfum að markmiði að afgreiða umsóknir á einum degi

Sækja um samstarfssamning .docs

Kortalánareiknir

Hér getur þú gert greiðsluáætlun fyrir Kortalán.

kr.
mánuðir