Valitor logo

Tryggingar

Starfsfólk tryggingafélaganna metur tjón og greiðir út bætur skv. skilmálum. Korthafar eru vinsamlega beðnir um að snúa sér beint til viðkomandi tjónadeildar með frekari spurningar.

VÍS er tryggingafélag korthafa Íslandsbanka og Sparisjóðanna.

VÍS Vátryggingarfélag Íslands

Ármúla 3
108 Reykjavík
sími: 560 5000
www.vis.is

Vörður er tryggingafélag korthafa Arion banka og Landsbanka.

Vörður

Borgartúni 19
105 Reykjavík
sími: 514 1000
www.vordur.is

TM er tryggingafélag korthafa  Kviku.

Tryggingamiðstöðin

Síðumúla 24
108 Reykjavík
sími: 515 2000
www.tm.is

Ferðatryggingar korthafa eru sennilega þau fríðindi sem best eru þekkt og mest metin. Korthafi sem greiðir ferðakostnað að því lágmarki sem krafist er áður en ferð hefst, annað hvort með eingreiðslu eða kortaláni, tryggir sér sjálfkrafa ferðatryggingar og viðlagaþjónustu um allan heim.

Tryggingarnar eru innifaldar í árgjaldi kortsins en þær eru mismunandi víðtækar eftir tegund korts. Meginsjónarmið við samsetningu þeirra er að korthafi njóti jafnan öruggrar slysa- og sjúkratryggingar ásamt þjónustu varðandi útvegun læknis, sjúkrahússvist, heimflutning og annað er að slysi eða veikindum á ferð erlendis lýtur.

SOS annast viðlaga- og neyðarhjálp fyrir korthafa.