Valitor logo

Priority Pass

Handhafar VISA Business- og Platinum korta eiga þess kost að njóta hvíldar á ferðalögum erlendis í yfir 1200 betri stofum á flugvöllum út um allan heim, meðan beðið er brottfarar, óháð flugfélagi og farrými.

Með Priority Pass sem er sérstakt forgangskort og fylgir VISA Businesskorti og Platinum korti* fæst aðgangur fyrir korthafa og ferðafélaga hans að þeim betri stofum sem tilgreindar eru á heimasíðu Priority Pass, ásamt upplýsingum um þá aðstöðu sem í boði er.

Gjald fyrir hverja heimsókn er skv. gjaldskrá viðkomandi banka og Priority Pass hverju sinni en greitt er fyrir hvern einstakling sem fer inn, óháð aldri. Þeir korthafar sem hafa fleiri en eitt Priority Pass kort, þurfa að gæta þess að framvísa réttu korti þegar farið er inn.

Í betri stofum á flugvöllum er hægt að bíða eftir flugi í næði, lesa blöð, njóta veitinga og losna þannig við óþægindi og ónæði sem gjarnan er í fjölsóttum flugstöðvum.

Á heimasíðu Priority Pass, er hægt að fá nánari upplýsingar um þjónustuna og nýjustu fréttir.

*Óska þarf sérstaklega eftir að fá Priority Pass kortið hjá sumum útgefendum.