SOS International neyðarþjónustan er hluti af ferðatryggingu kreditkortsins. Hvar og hvenær sem er veitir SOS International korthöfum aðgang að margvíslegri neyðarþjónustu og læknishjálp. SOS International veitir í megindráttum rétt til þrenns konar aðstoðar án aukakostnaðar.
- Útvegar læknishjálp.
- Annast sjúkraflutninga, ferðalög vandamanna og flutning jarðneskra leifa heim ef korthafi lætur lífið erlendis.
- Veitir tímabundna fyrirgreiðslu vegna sjúkrakostnaðar.
Þegar korthafi lendir í slysi eða veikist er best að hafa samband beint við SOS International sem gefur ráð um hvað gera skuli.
Þeir sem ekki treysta sér til að skýra vanda sinn á erlendu tungumáli geta haft samband við tryggingafélag sitt á skrifstofutíma eða Valitor utan skrifstofutíma.
Þjónustuver Valitor er opið allan sólarhringinn, allt árið. Símanúmerið er +354 525 2000.