Valitor logo

Athugasemd vegna kortafærslu – Dispute

Ef færsla kemur á kort sem korthafi kannast ekki við eða hann telur færsluna af einhverjum ástæðum ekki eiga rétt á sér ber korthafa að gera athugasemd hjá sínum útgáfubanka.

Ef um er ræða færslu vegna kaupa á vöru eða þjónustu ber korthafa að snúa sér fyrst til söluaðilans og reyna að leysa málið beint við hann áður en send er inn athugasemd við færslu. Rétt er að benda á að Endurkröfudeild Valitor getur ekki hafið vinnu við mál þar sem ekki er búið að reyna að leysa við söluaðila.

Öll gögn sem styðja athugasemd við færslu þurfa að fylgja eyðublaðinu til bankans. Undirskrift korthafa er nauðsynleg ef endurkrafa er gerð vegna færslu.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi athugasemd við færslu er hægt að leita til þjónustufulltrúa bankanna.

Einnig er hægt að fylla út eyðublaðið  athugasemd vegna kortafærslu skanna það, undirrita og senda á á útgáfubanka kortsins.