Valitor logo

Spurt og svarað

Hér að neðan má finna svör við algengum spurningum

Ég varð fyrir tjóni á ferðalagi, hvert sný ég mér?

Ef þú ert með kort hjá eftirfarandi banka:

Arion banka
Vörður  514-1000   www.vordur.is

Landsbanka
Vörður   514-1000   www.vordur.is

Sparisjóðir
VÍS   560-5000   www.vis.is

Kviku
TM    515-2000   www.tm.is

 

Ég er á ferðalagi og lenti í slysi eða veikindum

SOS Neyðarþjónusta hefur að geyma allar upplýsingar sem snúa að veikindum og slysum á ferðalagi.

Ég fékk tölvupóst þar sem ég er beðin(n) um að senda inn kortnúmer, og öryggisnúmer

Helst á ekki að opna slíka pósta og alls ekki smella á hlekki sem fylgja með!
Slíkir póstar eru sviksamlegir og ekkert alvöru fyrirtæki sendir slíka pósta, þótt það geti litið svo út. Ekki láta blekkjast t.d. þótt orðið „Valitor“ standi einhvers staðar í netfanginu. Dæmi er um lævísar tilraunir til að blekkja einstaklinga til að gefa upp kortnúmer sitt, gildistíma og öryggisnúmer á heimasíðu sem líkist heimasíðu alvöru fyrirtækis, svo sem Valitor.

Ég fæ synjun á kortið mitt sem ég á ekki von á, það er næg heimild að því er ég best veit, hvað geri ég?

Þeir korthafar sem fá höfnun á úttektir hvort sem er í útlöndum eða hér á Íslandi, geta haft samband við sinn viðskiptabanka/sparisjóð á opnunartíma hans og þjónustuver Valitor utan opnunartíma bankanna í síma 525-2000

Hvert á ég að snúa mér ef ég tel að villa sé í reikningi mínum?

Korthafa ber að snúa sér til viðskiptabanka/sparisjóðs síns og fylla út skriflega kvörtun varðandi viðkomandi færslu(r) og best er að hann komi með öll gögn máli sínu til stuðnings, þ.e. sölunótur, kvittanir eða samninga.

Hvað er ég með háa heimild og hvernig get ég fengið henni breytt?

Upplýsingar um úttektarheimild korta er að finna í netbanka og á reikningsyfirliti. Einnig getur korthafi haft samband við viðskiptabanka/sparisjóð sinn til að fá frekari upplýsingar og til að óska eftir breytingu á heimild. Sumir útgefendur bjóða einnig upp á ákveðið svigrúm til breytinga á heimild í smáforriti (Appi).

Get ég fengið kort opnað á ný sem ég tilkynnti glatað/stolið?

Ef korthafi, sem tilkynnir kreditkort sitt glatað, telur hugsanlegt að hann finni kortið aftur er hægt að loka kortinu tímabundið. Þá er honum gefið upp leyninúmer sem hann getur notað ef hann vill láta opna kortið aftur. Hafi kortinu verið lokað varanlega er ekki hægt að opna það aftur.

Hvað á ég að gera til að fá nýtt kort í staðinn fyrir glatað/stolið?

Hafi korti verið lokað varanlega getur korthafi óskað eftir nýju korti hjá sínum viðskiptabanka/sparisjóði.

Hvar get ég nálgast pinn númerið mitt?

Allir bankar og sparisjóðir birta pinn númer í netbanka. Þeir sem ekki hafa aðgang að netbanka geta fengið pinn númerið endurútgefið hjá sínum viðskiptabanka/sparisjóði og þá er það sent á lögheimili. Gjald fyrir endurútgefið pinn númer er samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.

Fæ ég sama pinn númerið aftur?

Já, ef þú hefur ekki skipt um kortnúmer.

Er hægt að sækja um kort beint hjá ykkur?

Nei, öll kort eru gefin út af bönkum og sparisjóðum og útgáfan er háð samþykki þeirra.

Hvar finn ég kortagengi / gengi?

Kortagengi er mismunandi eftir bönkum og er uppgefið á heimasíðu bankanna.

Hvernig virka kortatímabil?

Kortatímabil eru ákveðin hjá bönkunum og er uppgefin á heimasíðu bankanna.

CVC/CVV

CVC/CVV er þriggja stafa öryggisnúmer (security code) sem er áprentað við hlið undirskriftarreits á bakhlið kortsins.

Algengt er að söluaðili biðji um þetta þriggja stafa öryggisnúmer kortsins þegar greiðsla er framkvæmd án þess að korti sé framvísað, t.d. þegar vara og/eða þjónusta er pöntuð á netinu, í gegnum síma eða í pósti.