Valitor logo

Kortasvik – hvað ber að varast

Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú gefur upp kortaupplýsingar

Reglulega koma upp svikatilraunir þar sem tölvupóstur eða sms er sent út í nafni fyrirtækis þar sem beðið er um viðkvæmar upplýsingar svo sem kortnúmer og öryggisnúmer. Oft eru líka hlekkir í slíkum póstum sem korthafi er beðinn um að smella á og gefa þar upp kortnúmer og öryggisnúmer. Einnig eru dæmi um að hringt sé í korthafa í blekkingarskyni.

Nokkur heilræði  til að forðast svikatilraunir:

  • Vertu á verði. Skoðaðu tölvupóstinn/SMS vandlega. Ekki gera ráð fyrir að skilaboðin séu ósvikin þótt þú kannist við sendandann. Sum svikaskilaboð  eru auðþekkjanleg en algengara er að netþrjótar noti haganlega samsett skilaboð þar sem notast er við upplýsingar um einstaklinga og fyrirtæki sem eru aðgengilegar á netinu í því markmiði að líkja eftir ósviknum aðilum.
  • Ekki smella á hlekki sem fylgja grunsamlegum tölvupóstum/SMS. Gættu þín sérstaklega á óvæntum skilboðum þar sem farið er fram á korta upplýsingar. Þröng tímamörk geta verið merki um sviksemi. Komi fram að þú þurfir að bregðast við skilaboðunum innan skamms tíma er það oft merki um svikatilraun.
  • Ekki gefa upp kortaupplýsingar undir neinum kringumstæðum þegar um óumbeðna, óvænta tölvupósta eða SMS skilaboð er að ræða.
  • Sannreyndu upplýsingar. Skoðið vel nafn söluaðila, upphæð og gjaldmiðil í SMS skilboðum til staðfestingar á netviðskiptum.
  • Tilkynntu strax hugsanleg svik. Hafir þú brugðist við slíkum skilaboðum eða opnað grunsamlega hlekki er brýnt að hafa samband við bankann eða  þjónustuver Valitor utan opnunartíma banka.