Valitor logo

Auðkenning í netviðskiptum

Til að koma í veg fyrir svik í netviðskiptum er í sumum tilvikum krafist frekari auðkenningar á korthafa til að tryggja öryggi. Mikilvægt er að rétt farsímanúmer korthafa sé skráð hjá viðskiptabanka hans svo hann geti auðkennt sig í netviðskiptum.

Ferlið í netviðskiptum þegar krafist er frekari auðkenningar á korthafa er eftirfarandi: Þegar korthafi hefur slegið inn kortaupplýsingar sínar í netviðskiptum kemur upp vefsíða eins og sjá má hér að neðan þar sem korthafi er beðinn um að slá inn staðfestingarkóða til að auðkenna sig. (Sjá nánar um auðkenningu korthafa Arion hér neðst)

Auðkenning í netviðskiptum

Korthafi fær sent SMS skilaboð í símann sinn með staðfestingarkóða eins og sjá má hér að neðan. Þegar korthafi hefur gengið úr skugga um að upplýsingarnar í SMS skilaboðunum eru réttar auðkennir hann sig með því að skrá staðfestingarkóðann á vefsíðuna og lýkur viðskiptunum.

Takið eftir að nafn Valitor kemur fram sem sendandi í skilaboðunum sem inniheldur staðfestingarkóðann.

Að gefnu tilefni vill Valitor brýna fyrir korthöfum sínum að lesa alltaf vel SMS skilaboðin sem berast. Ef upphæð, mynt og söluaðili er sú sama og korthafi er að versla við er honum óhætt að halda áfram. Ef upphæð, mynt eða söluaðili passar ekki þá er um möguleg svik að ræða og korthafi hvattur til að hafa samband við sinn útgáfubanka eða þjónustuver Valitor utan opnunartíma banka

Frekari upplýsingar um viðbrögð við kortasvikum má nálgast hér Kortasvik – hvað ber að varast – Valitor 

Korthafar Arion banka

Vekjum athygli á því að auðkenningarleið Arion fyrir ákveðin kort hefur breyst og fer núna í gegnum Arion appið eða netbanka.

Korthöfum er bent á að kynna sér þessar breytingar hér