Innkaupavefur Valitor gerir fyrirtækjum kleift að hafa yfirsýn yfir öll viðskipti sem gerð eru með innkaupakortum og viðskiptakortum.
Hér getur þú tengst Innkaupavef Valitor
Hér getur þú sótt um aðgang að Innkaupavef Valitor
Lagað að þörfum viðskiptavinarins
Hægt er að lesa færslur af Innkaupavef Valitor yfir í flest stærri bókhaldskerfi sem eru í notkun á Íslandi. Vefurinn er lagaður að hverju bókhaldskerfi fyrir sig. Sömu hugtök eru notuð og í bókhaldi viðkomandi fyrirtækis og má segja að vefurinn spegli bókhaldskerfið.
Aðgangsstýring
Hægt er að stýra vefnum þannig að t.d. almennur korthafi sjái aðeins sínar færslur, deildarstjóri öll kort deildarinnar og fjármálastjóri allt fyrirtækið. Einnig er hægt að stýra því hverjir skrá færslur og lesa þær yfir í bókhald.
Yfirlit
Á Innkaupavefnum er einfalt að finna allar færslur yfir innkaup eftir deildum, birgjum, tímabili og kortategund. Einnig er hægt að kalla fram færslur eftir því hvort þær eru nýjar, breyttar, eða bókaðar.
Rafrænir reikningar
Mynd birtist af reikningnum á rafrænu formi og ýmsir söluaðilar veita ítarupplýsingar með færslunni.
Sjálfvirkar bókanir
Eftir hver innkaup birtist færsla á Innkaupavef Valitor og fylgir henni dagsetning kaupa, upphæð og nafn söluaðila. Hægt er að skilgreina ákveðnar færslur sjálfvirkt þannig að þær komi tilbúnar til bókhalds með deild og bókhaldslykli. Þessi möguleiki nýtist t.d. vel við reikninga frá síma- og orkufyrirtækjum. Augljós tímasparnaður næst með þessu þar sem ekki þarf að slá inn neinar upplýsingar, heldur eingöngu að færa beint inn í fjárhagskerfið.
Verð
Tímagjald er rukkað við uppsetningu á vef sem tekur 1-2 klst. Tenging við bókhaldskerfi viðkomandi fyrirtækis kostar tæknivinnu í 1-5 klukkustundir.