Veflausnir

                                                                                                       

Hvaða veflausn hentar þér?  Greiðslusíða er algengasta leið söluaðila til selja og taka við greiðslum á netinu. Greiðslugátt hentar stærri og umfangsmeiri vefverslunum.


  Greiðslusíða

  Einföld lausn við móttöku greiðslukorta á netinu

  Korthafi er fluttur yfir á Greiðslusíðu Valitor þegar kemur að greiðslu. Þar eru kortaupplýsingar skráðar og greiðsla fer fram. Þegar leitað hefur verið eftir heimild fyrir færslu, fær viðskiptavinur kvittun sem hann getur prentað út. Þegar greiðsla hefur farið fram á Greiðslusíðu Valitor er korthafa vísað aftur inn í vefverslun söluaðila.

  • Einföld lausn fyrir alla sem vilja opna vefverslun
  • Einfaldar tengingar við Shopify og WooCommerce (WordPress)
  • Greiðslur eiga sér stað í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi Valitor
  • Uppfyllir PCI DSS öryggisstaðlana
  • Möguleiki á móttöku greiðslna í erlendum gjaldmiðlum
  • Hægt að skoða allar hreyfingar og færslur á Þjónustuvef Valitor
  • Hægt að taka á móti debet- og kreditkortum

  Við sölu á netinu ber söluaðila að hafa í huga að réttur móttakandi sé á þeirri vöru og/eða þjónustu sem innt er af hendi og kynna sér vel viðskiptaskilmála söluaðila hjá Valitor.

  Aukið öryggi

  Söluaðili  þarf hvorki að taka við né geyma kortanúmer viðskiptavina sinna. Greiðslusíða Valitor tryggir að kortaupplýsingar viðskiptavina vefverslana séu meðhöndlaðar í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi og aldrei aðgengilegar þriðja aðila. Söluaðili þarf að framkvæma einfalt PCI DSS sjálfsmat.

  Nánari upplýsingar á www.kortaoryggi.is

  Dæmi um greiðslusíðu

  Sækja um greiðslusíðu

   

  Greiðslugátt                                                                                                    

  Lausn við móttöku greiðslukorta á netinu fyrir stærri vefverslanir.

  • Hentar stærri og umfangsmeiri vefverslunum
  • Greiðsluferli og heimildaleit á vefsíðu söluaðila
  • Samskipti í gegnum xml vefþjónustu
  • Lausnin uppfyllir PCI DSS öryggisstaðlana
  • Möguleiki á móttöku greiðslna í erlendum gjaldmiðlum
  • Hægt að skoða allar hreyfingar og færslur á Þjónustuvef Valitor
  • Hægt að taka á móti debet- og kreditkortum

  Viðskiptavinur velur vöru eða þjónustu á vefsíðu söluaðila og skráir kortaupplýsingar. Vefkerfi söluaðila sendir upplýsingarnar á Greiðslugátt Valitor þar sem greiðslan fer fram. 

   

  Auknar öryggiskröfur

  Þar sem söluaðili tekur á móti kortaupplýsingum á sínum vef eru auknar öryggiskröfur gerðar til söluaðila um að hann uppfylli PCI DSS öryggisstaðlana og Greiðsluveitan hf. geri úttekt á greiðsluvirkni kerfisins. Rétt er að benda á  viðskiptaskilmála þessu til útskýringar.

  Við sölu á netinu ber söluaðila að hafa í huga að réttur móttakandi sé á þeirri vöru og/eða þjónustu sem innt er af hendi og kynna sér vel  viðskiptaskilmála söluaðila hjá Valitor.

Sækja um greiðslugátt

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.