Valitor logo

Viðvörun: Svikapóstar í nafni Maraþon Skráning

Ábending vegna kortasvika

Valitor varar við nýjum svikapóstum sem sendir hafa verið í nafni Maraþon Skráning þar sem skilaboðin virðast koma frá Valitor og vörumerki félagsins sýnilegt.

Í þessu tilfelli er verið að fiska eftir Office365 notendanöfnum og lykilorðum.  Fólki er eindregið ráðlagt að opna ekki póstana, smella ekki á hlekkinn sem fylgir með og gefa ekki undir neinum kringumstæðum persónuupplýsingar. Best er að eyða póstinum strax. Hafi einhverjir brugðist við póstinum, hvetjum við viðkomandi til að skipta um lykilorð á Office365 aðganginum sem og að ráðfæra sig við tölvuþjónustu síns fyrirtækis.

Vert er að taka fram að Valitor hefur ekki orðið fyrir tölvuárás eða gagnaleka heldur er um að ræða svikapósta til almennings hvort sem um er að ræða viðskiptavini Valitor eða ekki.

Hér er dæmi um svikapóst sem er í gangi núna: