Frá og með 10. júní n.k. verður Valitor eini færsluhirðirinn sem getur boðið söluaðilum að móttaka American Express kort til viðbótar við Visa og Mastercard kort. Eftirspurn eftir færsluhirðingu á American Express kortum hefur aukist í takt við fjölgun erlendra ferðamanna frá Evrópu og Bandaríkjunum. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins sýna tölur Ferðamálastofu að um 340 þúsund erlendir ferðamenn hafa farið um Keflavíkurflugvöll. Þar af eru 45% ferðamenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum.
Af hverju ættu ferðaþjónustuaðilar að taka á móti American Express?
- Aukin þjónusta við ferðamenn
- Auknar vinsældir kortanna innan Evrópu og á heimsvísu
- Kortið er fyrsta val korthafa þess
- Almennt eru hærri færslur á kortin
Við hjá Valitor erum sannarlega klár fyrir sumarið og tökum vel á móti söluaðilum sem óska eftir því að geta móttekið American Express.