Valitor logo

ValitorPay og Greiðslusíða Valitor taka við af eldri lausnum

Mikilvæg tilkynning til söluaðila sem nota Greiðslugátt, Boðgreiðslur og Fyrirtækjagreiðslur

Vegna breyinga á Evrópulöggjöf um sterka auðkenningu/sannvottun er aðkallandi að söluaðilar sem nota greiðslulausnirnar Greiðslugátt, Boðgreiðslur og Fyrirtækjagreiðslur, skipti yfir í ValitorPay eða Greiðslusíðu Valitor eigi síðar en 1. maí 2022. Þessi yfirfærsla er nauðsynleg svo söluaðilar geti áfram tekið á móti greiðslum á netinu.

Alþjóðlegu kortasamtökin hafa þróað svokallaðar 3D Secure lausnir sem uppfylla kröfur um sterka auðkenningu/sannvottun á netgreiðslum. Reglugerð Evrópusambandsins, sem var lögleidd á Íslandi, felur í sér að færslum verður synjað um heimild séu þær ekki staðfestar með 3D Secure.  Þar sem reglurnar hafa þegar tekið gildi má búast við að færslum verði hafnað séu þær ekki staðfestar með 3D Secure auðkenningu. Það er því nauðsynlegt að gera framangreindar breytingar sem allra fyrst.

Vinsamlegast ráðfærið ykkur við þann aðila sem sér um tæknilega útfærslu á ykkar kerfi til að tryggja áframhaldandi móttöku netgreiðslna. Hér fyrir neðan eru tenglar með tæknilegri lýsingu á því hvaða ráðstafanir þarf að gera til að taka í notkun ValitorPay eða Greiðslusíðu.

Eftirfarandi er skjölun fyrir ValitorPay og ValitorPay Online Examples. Skjölun fyrir Greiðslusíðu Valitor er aðgengileg hér.

Ef einhverjar spurningar vakna haifð þá samband við soluadilar@valitor.is