Valitor logo

Vörum við sviksamlegum skilaboðum

Enn á ný viljum við vara korthafa við sviksamlegum SMS skilaboðum og  tölvupóstum  í nafni DHL og Póstsins.  Efni skilaboðanna er að pakki sé á leiðinni og að móttakandinn þurfi að greiða smágjald fyrir móttöku. Tengill fylgir á síðu þar sem viðkomandi á að færa inn kortaupplýsingar. Þær upplýsingar eru síðan misnotaðar og geta einstaklingar staðið uppi með töluvert tjón sem er frá tugum upp í hundruð þúsunda króna.

Við viljum ítreka fyrri viðvaranir og biðjum fólk að opna ekki hlekki sem fylgja skilaboðunum og gefa ekki upp undir neinum kringumstæðum korta- eða persónuupplýsingar. Einnig er mikilvægt er að gefa alls ekki upp öryggiskóða sem berst með SMS til að ljúka við greiðslu. Textaskilaboð þessi innihalda ítarlegar upplýsingar um það sem korthafi er að samþykkja með slíkum staðfestingarkóða. Afar mikilvægt er að lesa skilaboðin, athuga vel upphæð og gjaldmiðil  og áframsenda kóðann ekki í blindni. Því miður eru dæmi um að korthafar hafi tapað háum upphæðum vegna svika af þessum toga.

Hafi fólk brugðist við skilaboðum og  gefið upp öryggiskóða er brýnt að hafa samband strax við viðskiptabanka sinn eða þjónustuver Valitor í síma 525-2000 utan opnunartíma bankans. Jafnframt er bent á að tilkynna svik til lögreglunnar á netfangið cybercrime@lrh.is.