Valitor logo

Valitor varar við svikum vegna rafmyntar (Bitcoin)

Ábending vegna kortasvika

Falsfréttir sem tengjast fjárfestingasvikum hafa gengið á helstu samfélagsmiðlum, sérstaklega Facebook, undanfarna daga. Þar er m.a. látið sem þekktir Íslendingar segi frá því í viðtali hvernig þeir eiga að hafa hagnast á Bitcoin viðskiptum. Í framhaldinu eru lesendur hvattir til þess að leggja fé inn á ákveðna fjárfestingu með greiðslukortum sínum. Þessar falsfréttir hafa birst í nokkrum útgáfum. Svikin eru það vel útfærð að jafnt reyndir sem óreyndir fjárfestar eiga erfitt með að átta sig á að eitthvað óvenjulegt sé á seyði, því vissulega eru fjölmargir aðilar að  höndla með Bitcoin og aðrar rafmyntir á lögmætan hátt.

Það er því mikilvægt í þessum málum sem öðrum að korthafar staldri við þegar þeir hyggjast gefa upp kortaupplýsingar sínar og kanni t.d. hver söluaðilinn er í raun. Í sumum tilvikum eru svikararnir að nýta sér staðfestingarkóða í gegnum Vottun Visa með sms. Í kóðanum kemur fram hvaða færslu er verið að biðja um staðfestingu á, söluaðili, upphæð og gjaldmiðill. Ef færsla er staðfest hjá söluaðila með slíkum staðfestingarkóda þá er óvíst að réttur til endurkröfu sé fyrir hendi. Því miður eru dæmi um að korthafar hafið tapað háum upphæðum vegna svika af þessum toga.

Fólki er eindregið ráðlagt að falla ekki fyrir þeim gylliboðum sem felast í þessum falsfréttum og hugsa sig tvisvar um áður en gefnar eru upp kortaupplýsingar í tengslum við „fjárfestingatækifæri“ sem hljóma of vel til að vera sönn.