Valitor logo

Truflanir á greiðsluþjónustu vegna netárásar

UPPFÆRT

Virkni greiðslukerfa varð eðlileg um kl 19.30 en truflana hafði gætt síðdegis í dag vegna umfangsmikillar netárásar sem Valitor og fleiri aðilar í greiðslumiðlun innanlands urðu fyrir fyrr dag. Allur búnaður Valitor er vaktaður og félagið bregst fljótt við öllum atvikum sem kunna að koma upp. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem truflanir kunna að hafa valdið kortanotendum og söluaðilum. Rétt er að ítreka að árásin beindist ekki að innri kerfum og ógnaði ekki gagnaöryggi.

…………..

Truflanir eru á þjónusta Valitor eftir að félagið varð fyrir umfangsmikilli netárás um kl. 16.40. Tekið skal fram að innri kerfi Valitor sæta ekki árás og gagnaöryggi er nú sem fyrr tryggt. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem bæði kortanotendur og söluaðilar verða nú fyrir. Sérfræðingar Valitor vinna nú að lagfæringum og hægt er að fylgjast með stöðu mála á þjónustusíðu Valitor sem uppfærist eftir því sem viðgerð miðar fram, https://status.valitor.com.