Valitor logo

Sviksamlegir tölvupóstar

Sviksamlegir tölvupóstar hafa verið sendir í nafni Póstsins og móttakandinn er hvattur til að smella á hlekk þar sem komið er inn á falska greiðslusíðu í nafni Valitor. Við viljum ítreka fyrri viðvaranir og biðjum fólk að opna ekki hlekki sem fylgja skilaboðunum og gefa ekki upp undir neinum kringumstæðum korta- eða persónuupplýsingar. Mikilvægt er að gefa alls ekki upp öryggiskóða sem berst með SMS til að ljúka við greiðslu. Textaskilaboð þessi innihalda ítarlegar upplýsingar um það sem korthafi er að samþykkja með slíkum staðfestingarkóða. Afar mikilvægt er að lesa skilaboðin, athuga vel upphæð og gjaldmiðil og áframsenda kóðann ekki í blindni. Því miður eru dæmi um að korthafar hafi tapað háum upphæðum vegna svika af þessum toga.

Hafi fólk brugðist við skilaboðum og gefið upp öryggiskóða er brýnt að hafa samband strax við viðskiptabanka sinn eða þjónustuver Valitor í síma 525-2000 utan opnunartíma bankans. Jafnframt er bent á að tilkynna svik til lögreglunnar á netfangið cybercrime@lrh.is.