Valitor logo

Starfsfólk Valitor tekst á við stóra heilsuáskorun

Starfsfólk Valitor tekur nú þátt í umfangsmikilli heilsuáskorun. Hún hófst með fyrirlestri í byrjun október þar sem Lukka Pálsdóttir og Már Þórarinsson frá Greenfit fóru yfir mikilvægi þess að einstaklingar taki ábyrgð á eigin heilsu og næringu og minnki þannig líkur á heilsufarslegum vandamálum síðar meir. Í framhaldi af því hófst 60 daga áskorun þar sem meirihluti starfsfólks tekur þátt í ýmsum áskorunum með aukinni hreyfingu, breyttu mataræði og fleiri atriðum sem eru til þess fallin að bæta venjur og styrkja grunn að góðri heilsu til frambúðar.

Þá bauðst starfsfólki einnig að taka þátt í ítarlegri heilsufarsmælingu. Öll fengu þau viðamikla skýrslu um niðurstöður sínar og því var svo fylgt eftir þar sem Lukka veitti ráðgjöf um það hvernig lesa skuli úr skýrslunni, svaraði spurningum og veitti góð ráð um það hvernig hægt sé að huga betur að heilsufarslegum þáttum.

Samhliða þessu var gönguhópur starfsfólks Valitor endurvakinn. Fyrsta gangan var farin á Helgafell í október í blíðskaparveðri og svo vel vildi til að hópurinn náði að bera fallegt sóletur augum á meðan göngunni stóð. Nú í nóvember mun starfsfólk Valitor einnig taka þátt í landsátakinu Syndum! og þannig halda áfram að næra líkama og sál og byggja upp heilbrigði til lengri tíma.

Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Valitor;

„Við eigum mikil verðmæti í starfsfólki Valitor og lofsvert frumkvæði starfsmannafélagsins er til þess fallið að bæta heilsu okkar allra. Áskorun er vissulega réttnefni þegar látið er af gömlu siðum og tekist á við nýja, en við finnum strax hvernig áskorunin bæði ánægju og samheldni meðal starfsfólks.“