Valitor logo

Leiðrétting á tvíbókuðum færslum

Vegna mistaka lenti hluti viðskiptavina í því að færslur með Visa greiðslukortum sem áttu sér stað 6. september sl. voru tvískuldfærðar. Búið er að bakfæra þessar auka færslur á öllum kreditkortum en unnið er að leiðréttingu á debetkortum. Korthafar ættu að sjá leiðréttingu birtast á kortayfirlitum sínum í dag eða á morgun.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.