Valitor logo

Innleiðing fjarvinnustefnu hjá Valitor

Erla Sylvía Guðjónsdóttir, mannauðsstjóri Valitor. Mynd: VISIR/Vilhelm

Við mörkuðum okkur fjarvinnustefnu í fyrrahaust með það að markmiði að bjóða starfsfólki upp á sveigjanlegra starfsumhverfi í takt við breytta tíma. Stefnan er drifin áfram af gildum Valitor og á að tryggja að bæði starfsmenn og fyrirtækið í heild muni njóta góðs af. Mannauðsstjórinn okkar, Erla Sylvía var í viðtali við visir.is um innleiðingaferlið og reynslu Valitor af fjarvinnu starfsfólks.