Valitor kynnir til leiks ný greiðslutæki sem eru svo mikið meira en venjulegir posar. PAX A920 er fyrsta tækið sem í boði verður fyrir söluaðila Valitor. Það sem skilur að PAX tækin og hin hefðbundna posa frá Verifone eða Ingenico eru tækifærin – en allir PAX posar keyra á Android stýrikerfi.
Með PAX geta söluaðilar og aðrir þjónustuveitendur (t.a.m. sölukerfi) bætt við virkni í sína posa í gegnum markaðstorg Valitor. Í gegnum markaðstorgið er söluaðilum ávallt tryggður aðgangur að nýjum lausnum sem gerir þeim kleift að bjóða viðskiptavinum sínum enn betri þjónustu.
Nánari upplýsingar:
- Vinsælasti posinn – allt í einum pakka.
- Getur lesið öll kort og einnig prentað greiðslustrimla.
- Styður ýmis kerfi beint á tæki t.d. SalesCloud.
- Yfirlit debet og kreditfærslna ásamt heildarlista.
- Hægt að tengja við sölukerfi.
- Alltaf tengdur með 4G og WiFi.
- Hægt að fá með hleðslustöð.
- Posinn getur einnig sýnt allar nótur á skjánum.
- Upplýsingar:
- Stýrikerfi: Android 7.1
- Rafhlaða: 5250mAh | 3.7V
- Skjár: 5 tommu snertiskjár (720 x 1280)
- Net: 4G + WiFi
- Myndavél: 5MP aftan og & 0.3MP að framan
- GPS: Já
- Ummál: 175.7 * 78 * 57 mm | 458g
- Hleðsla: USB-C hleðsla
- Prentari: 40 línur/sek
- Annað:
- PIN slegið á snertiskjá
- Fer sjálfkrafa á milli Wifi og 4G