Valitor logo

Áhersla á góða notendaupplifun í vefverslun

Lausnir Valitor hafa mismunandi eiginleika og sérstöðu en eiga sammerkt að vera hannaðar með einfaldleika og notagildi í huga.

Viðskiptastjórar á fyrirtækjasviði Valitor. Frá vinstri: Alex Freyr Þórsson, Daði Hendricuson, Sigrún Jónsdóttir, Steinar Thors og Guðrún Wium. FRÉTTABLAÐIÐ/ ÓTTAR GEIRSSON

Við hjá Valitor sjáum mikinn mun á neysluhegðun neytenda, sem felst í töluverðri aukningu á netverslun milli ára. Þar af leiðandi er mikilvægt að fyrirtæki tryggi að upplifun neytenda í netverslunum endurspegli ímynd og þjónustustig söluaðila,“ segir Guðrún Wium, sölustjóri Valitor á Íslandi.

Guðrún segir netgreiðslulausnir Valitor endurspegla fjölbreyttar þarfir kaupmanna.

„Við erum með þrjár meginlausnir fyrir söluaðila; greiðslutengil, greiðslusíðu og greiðslugátt Valitor. Allar okkar greiðslulausnir eru „3D Secure“ sem eykur öryggi korthafa og söluaðila í kaupum með því draga stórlega úr sviksamlegum færslum.“

Valitor hefur lausnir sem henta og uppfylla kröfur bæði neytenda og söluaðila.

„Við bjóðum allt frá því að taka við stöku símgreiðslum upp í stærri vefverslanir með marga afhendingarstaði. Allar okkar lausnir hafa mismunandi eiginleika og sérstöðu en eiga sammerkt að vera hannaðar með einfaldleika og notagildi í huga.“

Reynsla, ráðgjöf og traust

Söluaðilar sem nota stöðluð vefverslunarkerfi á borð við Shopify, WooCommerce eða Magento geta einnig virkjað Valitor á sínum vefjum og á einfaldan hátt, þökk sé viðbótum (e. Plug-ins) sem hægt er að nálgast með nokkrum smellum.

„Greiðslugátt Valitor er besta lausnin ef söluaðilar vilja samþætta greiðslulausnir við eigin kerfi. Með henni geta söluaðilar aðlagað lausnina að sínum þörfum þar sem hún er með einstaklega fjölbreytta virkni og styður til að mynda áskriftar-, reglulegar- og hefðbundnar kortagreiðslur, allt í einni lausn. Einnig styður greiðslugáttin möguleikann á að taka frá heimild hjá korthafa, en skuldfæra ekki fyrr en búið er að stemma af við birgðastöðu, en sú virkni sparar sölu­aðilum mikinn tíma og kostnað þegar kemur að því að afgreiða pantanir til viðskiptavina,“ upplýsir Guðrún.

Í heimi þar sem greiðslumiðlun þróast ört og regluverkið verður sífellt flóknara fyrir söluaðila skiptir máli að vinna með réttum aðila.

„Hjá Valitor starfar reynslumikið fólk við sölu, ráðgjöf, þjónustu og vöruþróun, með það að markmiði að einfalda stafræna vegferð kaupmanna og tryggja um leið góða notendaupplifun neytenda,“ segir Guðrún.

Þessi kynning birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 19. agúst 2021