Valitor logo

Varist svikapósta

Fréttin var uppfærð 17. september 2020

Seinnipartinn í dag 16. september virðist hafa farið af stað ný vefveiða (e.phishing) árás. Sviksamlegir tölvupóstar hafa verið sendir í nafni Póstsins og móttakandinn er hvattur til að smella á hlekk þar sem komið er inn á falska greiðslusíðu í nafni Valitor. Meðal þeirra leiða sem reyndar eru við svikin er að skrá kortaupplýsingarnar í Apple Pay og ekki er ólíklegt að einnig verði reynt að skrá þær í aðrar greiðsluleiðir, s.s. Garmin Pay og Fitbit Pay.

Við viljum ítreka fyrri viðvaranir og biðja fólk að opna ekki hlekki sem fylgja skilaboðunum og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp korta- eða persónuupplýsingar. Hafi fólk brugðist við slíkum skilaboðum eða fái óvænt tilkynningu um að kortið hafi verið skráð í Apple Pay og eru í minnsta vafa um réttmæti upplýsinga sem þeir fá er brýnt að hafa samband strax við viðskiptabanka sinn eða þjónustuver Valitor í síma 525-2000 utan opnunartíma bankans. Við mælum með því að fólk kynni sér upplýsingar hvernig bregðast megi við kortasvikum og viðvörun Póstsins.

Dæmi um svikatölvupósta sem í gangi eru núna.