Valitor logo

Varist svik á netinu

Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú gefur upp kortaupplýsingar

Nú fara í hönd annasamir verslunardagar á netinu, margir eru að panta vörur og fá sendar heim. Þar sem mörg svikamál undanfarið hafa tengst sendingum og vefverslun viljum við ítreka viðvaranir til korthafa.

Ef þú ert að versla á netinu og átt von á sendingu, hafðu þá augun opin og kannaðu eftirfarandi vel:

  • Ertu sannarlega að fá skilaboð frá þeim aðila sem þú varst að versla við?
  • Er netfang sendandans grunsamlegt?
  • Eru vefslóðir greiðslusíðu söluaðila og vottunarsíðu réttar þar sem þú gefur upp kódann úr símanum?
  • Er upphæðin í skilaboðunum í þeim gjaldmiðli sem þú varst að versla?
  • Stemmir upphæðin sem þú verslaðir fyrir við þá upphæð sem fylgir með SMS skilaboðum með staðfestingarkóda?
  • Sértu í minnsta vafa um að upplýsingarnar séu réttar skaltu byrja á að hafa beint samband við söluaðilann.

Hér er dæmi um SMS skilaboð í tengslum við vefverslun. Fara skal vel yfir hvort upphæð, gjaldmiðill og söluaðili stemmi. Ef færsla er staðfest hjá söluaðila með slíkum kóda þá er hún óafturkræf. Því miður eru dæmi um að korthafar hafið tapað háum upphæðum vegna svika af þessum toga.

SMS staðfestingarkodi

Svikatilraunir

Reglulega koma upp svikatilraunir þar sem tölvupóstur eða SMS er sent til fólks óumbeðið. Pósturinn er gjarnan í nafni þekkts fyrirtækis og beðið er um viðkvæmar upplýsingar svo sem kortnúmer og öryggisnúmer. Einnig eru dæmi um að hringt sé í korthafa í blekkingarskyni.

Aðalatriðið er að gefa sér tíma og hugsa sig tvisvar um áður en kortaupplýsingar eru gefnar upp.

Hafi fólk brugðist við slíkum skilaboðum eða er í minnsta vafa um réttmæti upplýsinga sem þeir fá er brýnt að þeir hafi strax samband við viðskiptabanka sinn, eða þjónustuver Valitor í síma 525-2000 utan opnunartíma bankans.