Valitor logo

Varist óvænt SMS skilaboð

Varist óvænt SMS skilaboð

Við viljum eindregið vara korthafa við svikatilraunum sem byrja með SMS smáskilaboðum. Þær hefjast með því að korthafinn fær óvænt sent SMS sem virðist vera frá íslensku símafyrirtæki. Í skilaboðunum er krækja (e. link) með boði um að taka þátt í þjónustukönnun. Í framhaldinu er boðið upp á nýjasta iPhone símann á „kostakjörum“  um leið og beðið er um kortaupplýsingar móttakanda.  Þetta svikaferli er þekkt sem „smishing“ (e. Website Links sent via SMS) og er nánast örugglega tilraun til fjársvika.

Hafi fólk brugðist við skilaboðunum er brýnt að hafa umsvifalaust samband við þjónustuver Valitor í síma 525-2000.

Við viljum ítreka að fólk gefi aldrei upp kortaupplýsingar í tilefni af óumbeðnum tölvupósti, SMS eða símtali.